Norðurlandaráð
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Norðurlandaráð er samstarfsvettvangur þingmanna Norðurlandanna sem var stofnað árið 1952. Á þinginu sitja 87 fulltrúar frá norrænu löndunum fimm og sjálfstjórnarsvæðunum þremur. Fulltrúarnir eru skipaðir af viðkomandi þingi eftir tillögum stjórnmálaflokka og eru þannig ekki lýðræðislega kjörnir.
Aðalskrifstofa Norðurlandaráðs er í Kaupmannahöfn á sama stað og Norræna ráðherranefndin. Sendinefnd hvers lands hefur jafnframt sérstaka skrifstofu eða starfsmenn hjá þingi viðkomandi lands.
Störfum Norðurlandaráðs er stýrt af forsætisnefnd. Frá árinu 1996 hefur Norðurlandaráðsþing verið haldið árlega á haustin. Milli þinganna eru haldnir fundir um einstök málefni. Stjórnmálastarf Norðurlandaráðs fer fram í nefndum og hópum sem eru myndaðir af stjórnmálaflokkum.
Árið 2007 er norski þingmaðurinn Dagfinn Høybråten forseti Norðurlandaráðs.
Efnisyfirlit |