Nokia
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
- Sjá aðgreiningarsíðuna fyrir yfirlit yfir aðrar merkingar „Nokia“
Nokia, með höfustöðvar í Keilaniemi í Espoo, Finnlandi, er stærsti framleiðandi farsíma í heiminum. Þrátt fyrir að vera best þekkt fyrir framleiðslu farsíma þróar fyrirtækið einnig hugbúnað og önnur tæki. Það einbeitir sér t.d. að lausnum í farsímaheiminum, eins og ISDN, breiðbandi, útvarpi í farsímum, IP-símtalatækni, þráðlausum staðarnetum og gervitunglum.