Nemuljón
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Nemuljónið var ljón í grískri goðafræði sem hafði feld sem var járn-, brons- og steinheldur. Herakles missti einn fingur í viðskiptum sínum við það, en kyrkti það í fangbrögðum. Notaði hann klær þess til að flá það og hafði síðan haus þess í hjálms stað, en feldinn sem kufl.