Metrakerfið
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Metrakerfið er kerfi mælieininga sem notað er í vísindum um allan heim. Það er tugakerfi þ.e.a.s. byggt á grunntölunni 10 og er lögð sérstök áhersla á tölur sem fást með því að margfalda töluna 10 með sjálfri sér, t.d. 100 og 1000 eða með því að deila með 10 t.d. 1/10 og 1/1000. Þessum margfeldum er svo gefin sérstök nöfn með forskeytum eins og kíló-, hekta-, deka-, desi-, sentí- og milli-. Metrakerfið er hluti SI-kerfisins.