Mangan
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Króm | Mangan | Járn | |||||||||||||||||||||||
Teknetín | |||||||||||||||||||||||||
|
Mangan er frumefni með efnatáknið Mn og er númer 25 í lotukerfinu.
[breyta] Almennir Eiginleikar
Mangan er gráhvítur málmur sem líkist járni. Þetta er harður málmur og mjög stökkur, illa sambræðanlegur en oxast auðveldlega. Mangan þarf sérstaka meðhöndlun til að verða seglandi.
Algengustu oxunartölur mangans eru +2, +3, +4, +6 og +7. Samt sem áður hafa oxunartölur frá +1 til +7 sést. Mn2+ keppir oft við Mg2+ í líffræðilegum kerfum. Efnasambönd sem innihalda mangan +7 eru öflugir oxunarmiðlar.
[breyta] Notkun
Mangan er ómissandi í framleiðslu á járni og stáli sökum brennisteinsbindingar-, afoxunar- og málmblendishæfileika þess. Stálframleiðsla, ásamt járnframleiðsluhluta hennar, er ábyrg fyrir um það bil 85% til 90% af allri eftirspurn eftir mangani. Ásamt öðrum notum er mangan lykilhluti í framleiðslu á ódýru, ryðfríu stáli og einstökum almennt notuðum álmálmblöndum.
Mangan(IV) oxíð (mangantvíoxíð) er notað í upprunalegu útgáfunni af þurrhlöðnum batteríum og einnig sem efnahvati. Mangan er notað til að aflita gler (fjarlægir greina keiminn sem að nærvera járns veldur) og, í hærri efnastyrk, til að framleiða fjólublátt gler. Manganoxíð er brúnt litarefni sem að hægt er að nota í að framleiða málningu og er einn af efnaþáttunum í náttúrulega litarefninu umber.
Kalín permanganat (KMnO4-) er kröftugur oxari og er notaður í efnafræði og læknisfræði sem sótthreinsunarefni.