Lagarfljót
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Lagarfljót er jökulá sem fellur um Fljótsdalshérað. Það er um 140 km langt frá upptökum Jökulsár í Fljótsdal til ósa Lagarfljóts í Héraðsflóa. Í Lagarfljóti er Lögurinn, 35 km langt stöðuvatn og er Lagarfljótsormurinn talinn eiga heima í því. Dýpi Lagarins er allt að 112 metrar, og þar með annar lægsti punktur Íslands.
Við Lagarfljót standa Egilsstaðir og Fellabær.
Vegna Kárahnjúkavirkjunnar er búist við því að litur fljótsins muni breytast mjög í kjölfar færslu vatnsmagns Jökulsár á Brú yfir til Fljótsdals.
[breyta] Heimild
- Þorsteinn Jósepsson, Steindór Steindórsson og Páll Líndal. Landið þitt Ísland, L-R. Örn og Örlygur, 1982.