Katrín Fjeldsted
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Katrín Fjeldsted (fædd 6. nóvember 1946) er stjórnmálamaður og heimilislæknir. Foreldrar hennar eru Jórunn Viðar (f. 1918) tónskáld og Lárus Fjeldsted (f. 1918, d. 1985) forstjóri. Katrín er gift Valgarði Egilssyni og eiga þau fjögur börn saman; Jórunni Viðar (f. 1969), Einar Véstein (f. 1973; d. 1979), Véstein (f. 1980) og Einar Stein (f. 1984). Katrín lauk stúdentsprófi frá MR árið 1966 og kandidatspróf frá læknadeild HÍ árið 1973. Hún hélt síðan áfram í sérfræðinámi til heimilislækninga í Bretlandi og lauk því 1980.
Katrín hefur meðal annars verið borgarfulltrúi, í borgarráði, formaður heilbrigðisráðs, formaður heilbrigðisnefndar, varaformaður umhverfisnefndar og umhverfismálaráðs, í stjórn Sorpu, á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna og fleira.
Katrín sat á Alþingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn kjörtímabilið 1999-2003 auk þess sem hún hefur setið í landbúnaðarnefnd, iðnaðarnefnd, félagsmálanefnd, umhverfisnefnd, heilbrigðis- og trygginganefnd og allsherjarnefnd. Kjörtímabilið 2003-2007 hefur hún verið 2. varaþingmaður Reykjavíkurkjördæmis norður og tekið sæti á þinginu nokkrum sinnum.