Kaplakriki
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kaplakriki er heimavöllur Fimleikafélags Hafnarfjarðar sem er betur þekkt sem FH. Örnefnið er kennt við kapla í merkingunni hryssur.
Íþróttahúsið rúmar ríflega 2500 manns í sæti, og var vígt árið 1990. Knattspyrnuvöllur er á svæðinu og rúmar hann rétt yfir 2000 manns í sæti og stefnt er að frekari stækkun áhorfendastúkna. Einnig er þar frjálsíþróttaaðstaða og von er á innanhúsaðstöðu handa frjálsíþróttafólki félagsins. Sumarið 2004 var svo vígt knatthús sem nýtist til æfinga allan ársins hring.