Spjall:Kárahnjúkavirkjun
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efnisyfirlit |
[breyta] Myndir
Í greininni eru þrjár myndir, allar teknar í ágúst 2004. Ég var að pæla í hvort við ættum ekki að fækka þeim í eina, því þær sýna jú nákævæmlega það sama. Hvað finnst ykkur? --Jóna Þórunn 27. júlí 2006 kl. 17:43 (UTC)
- Jú, ég er sammála. Annars sárvantar okkur frjálsar nýlegri myndir. --Bjarki 21:10, 18 ágúst 2006 (UTC)
- Já. Ég get reynt að platað kunningjafólk mitt til að taka myndir - þau ætla að ganga um Kringilsárrana um helgina. --Jóna Þórunn 21:12, 18 ágúst 2006 (UTC)
- Hér eru einhverjar myndir, bæti einhverjum við síðar. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 18:02, 3 september 2006 (UTC)
[breyta] Vantar fleiri til verksins
Ég hef verið að renna í gegnum efni sem fáanlegt er á upplýsingasíðu Landsvirkjunar [1] en ljóst er að fréttasafnið eitt og sér skiptir hundruðum færsla. Við vinnslu mína á greininni hef ég reynt að hafa að leiðarljósi að byggja upp sterka beinagrind með heimildatilvísanir sem seinna er hægt að bæta kjöti við. Ég er orðinn ögn uppgefinn á þessu, það er frekar þurrt að fletta í gegnum þetta frétta-arkív og reyna að sigta burt það sem markvert þykir. Það sem meira er hef ég ekki aðgang að gagnasafni mbl.is og vil auk þess fyrst klára opinberar upplýsingar Landsvirkjunar og síðan leita annara fanga. Viljiði ekki hjálpa soldið til? Jabbi 17:37, 22 ágúst 2006 (UTC)
- Það hefur svona alltaf verið á áætlun hjá mér að vinna í þessari grein, þetta er samtímamálefni sem ég held að margir séu að leita að upplýsingum um á netinu. Ef við bjóðum hér upp á góða grein þá er það auðvitað frábær auglýsing fyrir verkefnið. Hinsvegar er ég á kafi í að klára eins og eina lokaritgerð þannig að ég hef ekki alveg tíma til að hella mér í þetta í augnablikinu (og ætti í raun alls ekki að vera að krota þessi orð hér heldur), það lagast í næstu viku. Hugsanlega kíki ég líka austur um helgina og smelli af nokkrum myndum. --Bjarki 22:01, 22 ágúst 2006 (UTC)
- Okei, af því að ég nenni ekki að vera pikka þetta inn smátt og smátt og fullgera áður en ég uppfæri færsluna ætla ég bara að bæta alltaf smátt og smátt við eftir því sem ég nenni. Vinnubrögðin verða líklega ekki jafn vönduð fyrir vikið en tilgangurinn með Wiki er jú einmitt að allir geti tekið þátt og veiti þannig efninu betra aðhald en ella. ATH: forgangatriði hjá mér er að klára efnislega samantekt fram að deginum í dag. Þegar það er komið má líta á önnur smáatriði, svo sem stíllagfæringar, staðreyndarvillur, ónákvæmt orðalag, o.s.frv. -- Jabbi 21:30, 24 ágúst 2006 (UTC)
[breyta] Böggur í Cite?
Einhverja hluta vegna eru heimildirnar prentaðar 2x og heimildavísunin byrjar á seinnihlutanum....böggur? Svo ég endurorði þetta eru heimildirnar alls 48 talsins en prentast út sem 95 stk. Þar að auki er fyrsta vísunin tölumerkt vísun #49 og þaðan talið niður í stað vísunar #1. Ég prófa þá að fjarlægja tveggja-dálka skipunina. Jabbi 22:54, 28 ágúst 2006 (UTC)
- Mér sýnist þetta vera í lagi, annars átta ég mig ekki alveg hvað þú átt við (líklegast því þetta er í lagi hjá mér ;). --Friðrik Bragi Dýrfjörð 22:14, 28 ágúst 2006 (UTC)
- Nei þetta er kolvitlaust. Hver tilvísun kemur fyrir einu sinni í hvorum dálki. Ég giska á að dálkaskiptingin sé að rugla þetta --Akigka 22:24, 28 ágúst 2006 (UTC)
- Dálkaskipting, ha? Ekki hjá mér. --Jóna Þórunn 22:36, 28 ágúst 2006 (UTC)
- Nei þetta er kolvitlaust. Hver tilvísun kemur fyrir einu sinni í hvorum dálki. Ég giska á að dálkaskiptingin sé að rugla þetta --Akigka 22:24, 28 ágúst 2006 (UTC)
- Þetta er rétt í Firefox hjá mér en þetta kemur svona bæklað í IE. --Bjarki 22:37, 28 ágúst 2006 (UTC)
- Alla vega er tilvísun 48 sama og tilv 95 og 47 sama og 94 o.s.frv. þannig að þær eru tvíteknar. --Akigka 22:38, 28 ágúst 2006 (UTC)
- Svona á þetta að líta út. --Bjarki 22:44, 28 ágúst 2006 (UTC)
- Lítur ekki svona út í Firefox hjá mér... einhverra hluta vegna. Er með 95 tilvísanir (ægilegan bálk) en í tveimur dálkum samt. --Akigka 22:46, 28 ágúst 2006 (UTC)
- Ég sé þetta líka svoleiðis. Sami vafri og Friðrik, samt. --Sterio 23:13, 28 ágúst 2006 (UTC)
- Já, stemmir. Ég sé þetta svoan með Firefox/1.5.0.6. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 23:08, 28 ágúst 2006 (UTC)
- Kemur í einum dálki hjá mér bæði í IE og Opera. --Jóna Þórunn 23:17, 28 ágúst 2006 (UTC)
- Lítur ekki svona út í Firefox hjá mér... einhverra hluta vegna. Er með 95 tilvísanir (ægilegan bálk) en í tveimur dálkum samt. --Akigka 22:46, 28 ágúst 2006 (UTC)
[breyta] Smá athugasemd
Mér sýnist að greinin taki lítt á því hversu umdeild virkjunin er, bæði sökum náttúruverndarsjónarmiða og ekki síður fjárhagslegra sjónarmiða en engir útreikningar hafa hingað til sýnt fram á hagkvæmni virkjunarinnar. Að auki virðist sem að sérkafli verða að vera í greininni um vinnuslys enda fer dauðsföllum þar fjölgandi því miður sem og öðrum alvarlegum vinnuslysum. Frekar fegruð mynd af gríðarlega umdeildu máli sem er pakki upp á hundruð milljarða fyrir Íslendinga. Til dæmis er ekki minnst á gönguna sem Ómar stóð fyrir og mörg þúsund manns mættu í. --Stalfur 15:27, 30 nóvember 2006 (UTC)
- Þá er um að gera að bæta því inn, ekki satt? Þessi grein er bara hálfkláruð sýnist mér. --Akigka 15:31, 30 nóvember 2006 (UTC)
- Um að gera að minnast á allar hliðar málsins. Mér finnst þó votta fyrir því í því sem þú segir Stalfur að þú sért ekkert sérlega meðfylgjandi framkvæmdunum og vilt leggja áherslu á það neikvæða við verkefnið. Í greininni eins og hún er núna er ansi mikið af neikvæðu hliðunum þó svo það sé að mestu gert með hlutlausum hætti. Það mætti alveg minnast áhrifin sem þetta hefur á atvinnu- og byggðarmál á austurlandi osfrv. Reynum að líta ópólitískt á málið. --Oliagust 16:23, 30 nóvember 2006 (UTC)
- Jújú, áhrifin eru augljós skv. rannsókn Fréttablaðsins[2] þar sem íbúum Austurlands hefur fækkað. Sjálfum finnst mér þetta fáránleg framkvæmd út frá byggðarsjónarmiði, atvinnusjónarmiði og sérstaklega fjárhagslegu sjónarmiði. Ég hef jafnframt talsverða samúð með náttúruverndardæminu. Þessi grein minnist varla orði á hversu gífurlega umdeild framkvæmdin er, hversu hæpnar allar forsendur hennar eru og að hún hefur í raun ekki hamlað fólksflótta frá Austurlandi eins og henni var víst ætlað að gera. --Stalfur 16:32, 30 nóvember 2006 (UTC)
- Umfjöllunin er frekar einhliða af því að ég hef nær eingöngu notast við heimildir af [3] og [4] sem sýna opinberu hliðina. Ég var þó síðast kominn að 2005 og eftir það er ekki sagt frá mörgu, t.d. kemur hvergi fram að vatni hafi verið hleypt á Hálslón í haust. Endilega ef þið viljið einhverju breyta eða bæta við drífið þá í því....ekki hika við. Það er t.d. alveg rétt að það vantar mikla umfjöllun um aðgerðir á móti virkjuninni og mótmæli ýmiskonar. Fjögur mannslát hafa orðið við framkvæmdina og þá á rétt á sér kafla.--Jabbi 19:03, 30 nóvember 2006 (UTC)
- Akkúrat. Magnað að Frökkum tókst að byggja Eiffel-turninn á 19. öld án þess að maður létist við þær framkvæmdir. --Stalfur 19:20, 30 nóvember 2006 (UTC)