Johannes Ockeghem
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Johannes Ockeghem (u.þ.b. 1410 í Saint-Ghislain, Belgíu - 6. febrúar 1497, í Tours, Frakklandi) var tónskáld á endurreisnatímanum og leiðandi innan annarrar kynslóðar niðurlenska skólans. Hann er stundum sagður vera mikilvægasta tónskáldið á milli Guillaume Dufay og Josquin Des Prez. Ekki mikið af verkum hans hafa varðveist. Eftir hann eru þekktar 14 messur og ein sálumessa, 9 mótettur og ein söngmótetta, og 21 chansons. Hann var engu að síður þekktur á sínum tíma um gervalla Evrópu fyrir tilfinningaþrungna tónlist sína og mikið vald tónsmíðatæknum þess tíma.