Hverfisgata
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Hverfisgata er gata í Reykjavík sem liggur samsíða Laugavegi og teygir sig frá Hlemmi niður á Lækjargötu. Hverfisgata er kennd við Skuggahverfi, og fékk formlega nafn sitt árið 1898.
Hverfisgata er ein af höfuðgötum í miðbæ Reykjavíkur. Frá því skömmu eftir þarsíðustu aldamót hefur hún ásamt Laugavegi verið aðalsamgönguæðin út úr og inn í bæinn til austurs og á fyrri hluta 20. aldar var hún ein af fjölmennustu götum höfuðstaðarins.
[breyta] Tenglar
- Brennivínsberserkir og kotafólk; úr sögu Hverfisgötunnar; 1. grein í Lesbók Morgunblaðsins 1989
- Fínu húsin á Arnarhólstúni; úr sögu Hverfisgötunnar; 2. grein í Lesbók Morgunblaðsins 1989
- Verslað á hverju horni; úr sögu Hverfisgötunnar; 3. grein í Lesbók Morgunblaðsins 1989
- Í fyrrakvöld keyrði um þverbak; úr sögu Hverfisgötunnar; 4. grein í Lesbók Morgunblaðsins 1989