Hjálparsögn
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Hjálparsögn eða hjálparsagnorð er hugtak í málfræði sem notar er til að lýsa sögnum. Ef tvær sagnir standa saman í setningu og mynda heild þá er önnur sögnin kölluð aðalsögn en hin hjálparsögn.
[breyta] Hlutverk hjálparsagna
Hjálparsagnir eins og nafnið gefur til kynna, hjálpa aðalsögninni að útskýra eitthvað; eins og til dæmis tíma. Hjálparsagnir geta aldrei staðið einar án aðalsagnar. Hjálparsagnir þurfa ekki alltaf að standa við hlið aðalsagna og oft er fleiri en ein hjálparsögn notuð.
Hjálparsagnir bera ekki sjálfstæða merkingu. Nokkrar algengar íslenskar hjálparsagnir eru; hafa, vera, verða og munu.
[breyta] Dæmi
Í eftirfarandi dæmum eru feitletruðu sagnirnar hjálparsagnir;
- Maðurinn er farinn.
- Hefur maðurinn farið?
- Ég vil verða kennari.
- Hann mun vera sætur.
- Hann er líklega farinn.