Heimastjórnarsvæði Palestínumanna
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Heimastjórnarsvæði Palestínumanna eru þrjú svæði (Vesturbakkinn, Gasaströndin og Austur-Jerúsalem) í Palestínu sem eru að nafninu til undir stjórn heimastjórnar Palestínumanna sem stefnir að stofnun sjálfstæðs ríkis Palestínumanna á þessum svæðum í samræmi við ákvæði Oslóarsamkomulagsins. Stjórn Ísraels gerir þó tilkall til svæðanna og þau eru í reynd undir stjórn Ísraelshers. Flest aðildarríki Sameinuðu þjóðanna vilja því tala um þessi svæði sem „hernumin svæði“, en Ísraelsstjórn og bandamenn hennar vilja tala um þau sem „umdeild svæði“.
Þessum svæðum er stundum ruglað saman við hernumdu svæðin sem Ísrael hertók í Sex daga stríðinu 1967 og telja, auk Vesturbakkans og Gasastrandarinnar, Gólanhæðir sem Sýrlendingar gera tilkall til og Sínaískaga sem var skilað aftur til Egyptalands.
Afganistan · Armenía1 · Aserbaídsjan (að hluta) · Austur-Tímor · Bangladess · Barein · Brúnei · Bútan · Egyptaland (að hluta) · Filippseyjar · Georgía1 (að hluta) · Heimastjórnarsvæði Palestínumanna · Indland · Indónesía · Íran · Írak · Ísrael · Japan · Jemen · Jórdanía · Kambódía · Kasakstan (að hluta) · Katar · Kirgistan · Kína · Kúveit · Kýpur1 · Laos · Líbanon · Malasía · Maldíveyjar · Mjanmar · Mongólía · Nepal · Norður-Kórea · Óman · Pakistan · Rússland (að hluta) · Sameinuðu arabísku furstadæmin · Sádí-Arabía · Singapúr · Srí Lanka · Suður-Kórea · Sýrland · Tadsjikistan · Taíland · Túrkmenistan · Tyrkland (að hluta) · Tyrkneska lýðveldið á Norður-Kýpur · Tævan · Úsbekistan · Víetnam
1. Venjulega talin til Asíu landfræðilega, en oft talin til Evrópulanda af menningarlegum og sögulegum ástæðum.