Gunnar Thoroddsen
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Gunnar Thoroddsen (fæddur í Reykjavík 29. desember 1910 - látinn 25. september 1983) var íslenskur lögfræðingur. Hann stundaði nám við Menntaskólann í Reykjavík og lauk þaðan stúdentsprófi 1929, auk þess sem hann lauk doktorsprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 1968.
Gunnar stundaði lögfræðistörf í Reykjavík ásamt öðrum störfum á árunum 1936 til 1940. Hann var prófessor við Háskóla Íslands 1940—1950, en fékk lausn frá kennsluskyldu fyrst um sinn 10. febr. 1947. Kjörinn 1947 borgarstjóri í Reykjavík, fékk 19. nóvember 1959 leyfi frá þeim störfum og lausn 6. október 1960. Auk þess var hann sendiherra Íslands í Danmörku 1965—1969.
Hann starfaði sem hæstaréttardómari frá 1. janúar til 16. september 1970 og var skipaður iðnaðar- og félagsmálaráðherra 28. ágúst 1974 og gengdi því starfi til 1. september 1978.
Gunnar var meðal annar formaður Orators, Heimdallar og félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík.
Gunnar var tengdasonur Ásgeirs Ásgeirssonar forseta og bauð sig fram til forseta 1968.
Ekki var alltaf hlýtt milli Gunnars og Geirs Hallgrímssonar formanns Sjálfstæðisflokksins og myndaði Gunnar ríkisstjórn í óþökk vilja landsfundar Sjálfstæðisflokksins, þingflokks Sjálfstæðisflokksins og flokksráðs Sjálfstæðisflokksins.
[breyta] Síðustu ár Gunnars
Gunnar greindist með hvítblæði undir lok ársins 1982. Tókst honum að halda sjúkdómnum leyndum fyrir þjóðinni og mörgum af nánustu stuðningsmönnum sínum ótrúlega lengi. Á þessum tíma voru slík veikindi mikið feimnismál og þau voru aldrei gerð opinber í tilfelli Gunnars fyrir þjóðinni með formlegum hætti á þeim mánuðum sem við tóku og urðu síðustu mánuðir Gunnars á forsætisráðherrastóli. Þrýst var mjög á Gunnar að gefa kost á sér í þingkosningunum 1983. Voru fylgismenn hans tilbúnir til sérframboðs í hans nafni og að heyja aðra kosningabaráttu á hans miklu persónulegu vinsældum, en stjórnin naut sögulega mikils fylgis lengst af valdaferli sínum og var Gunnar álitinn bjargvættur þingræðisins við stjórnarmyndunina sögulegu. En nú brast þrek Gunnars og kraftur hans. Hann tilkynnti rétt fyrir lok framboðsfrestsins í mars 1983 að hann myndi ekki gefa kost á sér til endurkjörs og hætta í stjórnmálum er ríkisstjórn hans færi frá að kosningum loknum.
Gunnar lét af embætti forsætisráðherra við stjórnarskipti í maílok 1983, er ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks undir forsæti Steingríms Hermannssonar tók við völdum. Gunnar var orðinn mjög markaður af veikindum sínum þetta vor og svo fór að veikindi hans spurðust út meðal almennings. Heilsu hans tók að dala hratt það sumar sem við tók og svo kom að hann komst á lokastig veikindanna. Hann lést sunnudaginn 25. september 1983. Við útför hans föstudaginn 30. september 1983 var hann kvaddur með virðulegum hætti og gamlir samherjar sem og aðrir sem höfðu unnið innan flokksins í hans tíð báru kistu hans úr kirkju.
[breyta] Sjá líka
- Ríkisstjórn Gunnars Thoroddsens
- Átök Gunnars og Geirs
Fyrirrennari: Kristján Guðlaugsson |
|
Eftirmaður: Jóhann Hafstein |
|||
Fyrirrennari: Bjarni Benediktsson |
|
Eftirmaður: Auður Auðuns og Geir Hallgrímsson |
|||
Fyrirrennari: Guðmundur Í Guðmundsson |
|
Eftirmaður: Magnús Jónsson frá Mel |
|||
Fyrirrennari: Bjarni Benediktsson |
|
Eftirmaður: Jóhann Hafstein |
|||
Fyrirrennari: Magnús Jónsson frá Mel |
|
Eftirmaður: Friðrik Sophusson |
|||
Fyrirrennari: Benedikt Gröndal |
|
Eftirmaður: Steingrímur Hermannsson |