Frederik Friis
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Frederik Friis, Friðrik Friis (1591-1619) varð höfuðsmaður á Íslandi árið 1619, eftir að Herluf Daa hafði verið sviptur því embætti vegna afglapa. Hann varð sjúkur á leið til landsins og lést þremur dögum eftir komuna.
Frederik Friis var skráður nemandi í lögfræði við háskólann í Padúa árið 1612. Hann var annar umboðsdómara (hinn var Jørgen Vind) sem konungur hafði sent hingað til að rannsaka embættisfærslu Herlufs Daa árið áður.
Fyrirrennari: Herluf Daa |
|
Eftirmaður: Holger Rosenkrantz |