Digimon
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Þessi grein þarfnast hreingerningar svo hún hæfi betur sem grein hér á Wikipedia. Skoðaðu sýnigreinar og grein um nafnavenjur til að bæta hana. |
Digimon | |
---|---|
デジモン (Dejimon) |
|
Tegund | ævintýri |
Digimon (jap. デジモン dejimon) er japönsk sería sem inniheldur anime þáttaraðir, tölvuleiki, leikföng, TCG spil, manga bækur og fleira. Ekkert þeirra birtist á íslensku. Digimonar eru skepnur sem lifa í heimi sem hefur þróast í gagnaflutningakerfum jarðarinnar. Þegar þessi stafræni heimur er í hættu þurfu hin kosnu börnin (chosen children) að bjarga honum. Digimon er að stórum hluta byggt á goðsögnum og slíku. Meðal annars er tekið úr austurlenskum trúarbrögðum, kristinni trú og smáveigis úr norrænu trúnni.
Efnisyfirlit |
[breyta] Digimonar
- Digimon þýðir Digital Monster.
- Digimonar eru skepnur, sem lifa í stafræna heiminum.
- Hver digimoni skríður úr digieggi og er þá venjulega á fyrstu þróunarstigi, að fáum digimonum undanskildum. (t.d.: Guilmon)
- Allir digimonar hafa mörg þróunarstig og geta þróast í mismunandi digimona. (td: Einn V-mon þróast í XV-mon, meðan annar þróast í V-dramon. Bæði Greymon og Airdramon geta þróast í War Greymon.)
- Allir digimonar tilheyra einni af fimm tegundum: gagn, lyf, vírus, breyta eða óþekkt.
- Allir digimonar hafa allavega eina sérstaka árás, flestir fleiri.
[breyta] Stafrænt gæludýr
Upprunalega var Digimon einungis stafrænt gæludýr. Það var framleitt af Bandai, þeir sömu og gerðu Tamagotchi.
Digital Monster
- 26. júní 1997 birti Bandai handtölvuleik sem nefndist „Digital Monster“. Leikurinn gekk út á það að ala digimona og tengjast með öðrum leikmönnum til að berjast með digimonum þeirra. Leikfangið reyndist vera svo vinsælt að fjórar útgáfur bættust við í nóvember sama ár. Í desember kom út „önnur kynslóðin“ og 1998 „þriðja kynslóðin“.
Pendulum
- 1999 til 2000 kom Bandai með nýtt digimonagæludýr sem kallaðist „Digimon Pendulum“. Með þessum nýjum útgáfum kom nýtt þróunarstig og möguleikurinn að tveir digimonar þróast saman í einn sterkara Digimona. Útgáfurnar hétu: Nature Spirits, DeepSea Savers, Nightmare Soldiers, Wind Guardians, Metal Empire og Virus Busters.
Progress
- Ný útgáfa af Pendulum gæludýrinu var gefin út og er kölluð „Digimon Pendulum Progress“. Nýtt í þessari útgáfu er að hægt sé að berjast móti tölvustýrðum digimonum. Útgáfurnar þrjár heita Dragon's Roar, Armageddon Army og Animal Collesium.
Pendulum X
- „Digimon Pendulum X“ blandar saman klassísku stafrænu gæludýrinu við RPG eiginleika af „Digivice“. Til eru þrjár útgáfur. Version 1 til 3. Pendulum X birtist í Asíu einnig undir nafninu D-Cyber.
Accel
- En önnur tegund af Digimon gæludýrinu. Útgáfurnar heita Justice Genome, Evil Genome, Nature Genome og Ultimate Genome.
Mini
- „Digimon Mini“ er uppbyggt á upprunalegum Digital Monster leiknum og er stærðin á tölvunni og skjánum aðal munurinn. Útgáfurnar eru Version 1 til 3.
Digivice
- Þessar útgáfur eru byggðar á tækjunum sem sjást í anime seríunum. Þær eru eins og Pendlum raðirnar og innihalda Digimon Digivice, Digimon D3 Digivice, Digimon D-Arc, Digimon D-Tector og Digimon Savers IC V-Pet.
[breyta] Manga
V-Tamer
- Digimon Adventure V-Tamer 01 birtist fyrst í blaðinu V-Jump 21. nóvember 1998. Það fjallar um strák að nafni Taichi og félaga hans Zeromaru, sem er V-dramon. Þeir koma í stafræna heiminn, „the Digital World“ til að bjarga honum frá illum digimonum eins og Demon. Í bindi tvö var birt „C'mon Digimon“ sem er óháð V-Tamer.
Chronicle
- Digimon Chronicle eru fjórir litaðir kaflar sem fylgdu með Pendulum X leikjunum. Aðalpersónurnar eru Kouta og digimona félagi hans, DORUmon. Þeir reyna að stöðva Yggdrasil, tölvuna, þar sem stafræni heimurinn er á, frá því að eyða þeim heimi. Yggdrasil sendir konunglegu riddarana (Royal Knights) móti þeim.
Next
- Í Digimon Next er aðalpersónan Tsurugi með félaga hans Greymon. Hann er góður í fótbolta og Digimon Mini leiknum. Vinir hans sýna honum miklu betri leik þar sem hann kemst inn í stafræna heiminn til að leika þar. En allt í einu birtast digimonar í alvöru á jörðinni.
D-Cyber
- D-Cyber er mjög líkt og Digimon Chronicle og er í raun kínverska útgáfan af því. Mesti munurinn er sá að óvinurinn er digimoninn Metal Phantomon. Aðalpersónan heitir Hikaru og er DORUmon félagi hans.
Kínverskar Útgáfur
- Kínverski höfundurinn Yuen Wong Yu teiknaði manga raðir sem eru byggðar á fyrstu fjórum anime seríunum. Söguðræðinum hefur verið stytt örlítið en fylgir hann þó seríunum að mestu leiti. Fyrstu þrjár raðirnar voru þýddar á ensku af Tokyopop og nota þau Amerísku útgáfurnar af seríunum fyrir þýðingarnar.
Vesturinn
- Nokkur lönd hafa gert eigin útgáfur byggðar á anime seríunum. Í Bandaríkjunum hefur Dark Horse Comics birt röð sem er byggð á amerísku útgáfu fyrstu seríunnar. Panipani birti í evrópu einnig nokkrar raðir sem muna dálítið milli landanna.
[breyta] Anime myndir
Margar myndir um Digimon komu út í Japan, en birtust nokkrar þeirra ekki í vestræna heiminum. Einnig birtist í Bandaríkjunum mynd, sem er samansett af fyrstu þremur japönskum myndunum.
[breyta] Anime seríur
Fimm seríur (Digimon Adventure, Digimon Adventure 02, Digimon Tamers, Digimon Frontier og Digimon Savers) komu út milli 1999 og 2006.
[breyta] TCG
Fyrir hvern digimona, sem birtist í þáttunum, myndunum, leikjunum og myndasögunum, er til að minsta kosti eitt spil. Langflestir eru með mörg spil þó. Margir digimonar birtast sem spil, sem hafa ekki birst annars staðar.
Til eru fleiri reglur en ein, þó eru þær dæmigerðar TCG reglur. Tilgangurinn er að láta hinn/hina leikmanninn/leikmennina fá ákveðinn fjölda af mínus stigum. Hver leikmaður byrjar með ákveðinn fjölda af spilum, sem hann dregur af stokknum sínum. Spilin, sem til eru, eru digimona spil, sem notaðar eru til að ráðast á andstæðingana og framkvæmdarspil, sem geta til dæmis gert árás digimonanna sterkari eða látið þá þróast. Á borðinu eru tvær raðir. Sú nærri hjá leikmanninum er til að láta digimonana þróast og hin til að láta digimonana berjast. Hver umferð hefur fleiri lotur, ein til að senda út digimona og ein til að ráðast á og svo framvegis. Ef allir andstæðingar hafa fengið ákveðið magn af mínus stigum er leiknum lokið.
[breyta] Goðsagnir
Höfundar Digimon notast mikið við táknfræði og goðsagnir til að byggja upp sögurnar. Tákn eins og litir, frumefni eða eiginleikar eru notuð í öllum seríunum og myndum.
Til dæmis er aðal digimoninn í fyrstu þáttaröðinni gulur, í annarri blár og í þriðju þáttaröðinni rauður, sem eru grunnlitirnir. Einnig eru skjaldamerkin í fyrstu seríunni upprunalega sjö, eins mörg og skjaldamerki áranna sjö.
Goðsagnir margra trúarbragða eru notuð í Digimon. Til dæmis úr kaþólsku trúnni eru teknar dauðasyndirnar sjö og er hver tengd við illan digimona.
Heilagar skepnur úr kínversku stjörnufræðinni eru notaðar sem vættir stafræna heimsins. Þjónar þeirra digimona kallast Deva. Þeir eru byggðir á guðum í hindúisma og jaínisma og eru þeir líka til í búddisma, þó að þar séu þeir ekki guðir. Þeir eru góðir fyrir nokkra, en illir fyrir aðra.
Í norrænum sögnum er Yggdrasil kjarni jarðar og lífsins tré. Í Digimon ber aðaltölvan sama nafnið því að hún var kjarni stafræna heimsins og gaf digimonunum líf. Einnig hefur Blitzmon árás, sem heitir Mjölnir Thunder. (henni var þýtt á þýsku sem hamar Þórs)
[breyta] Doujin
Það birtist mikið af Digimon fanart, fanfiction, fancomics og fleira undanfarin ár. Sérstaklega á netinu er hægt að finna mikið efni tengd Digimon. Stórhluti efnisins er á japönsku, en þó er líka hægt að finna eitthvað á ensku, þýsku, frönsku, hollensku, spænsku og fleirum málum.
[breyta] Tengt efni
- Stafræni Heimurinn (Digimon)
- Digimon Seríur
- Digimon Myndir
- Digimon Adventure
- Digimon Frontier
- Revival of the Ancient Digimon
- Digital Monster X-evolution
- Anime
- Manga
[breyta] Tenglar
- Digimon.Channel.or.jp - Japanska Bandai Digimon vefsíðan
- DigimonCcg.com - Bandaríska Bandai Digimon vefsíðan
- BandaiCG - Ensk síða um TCG spilið
- Digimon City - Þýsk síða um Digimon
- Foxkids.fr - Franska Digimon Foxkids síðan
- Wikimon - Digimon Encyclopedia
- Toei Digimon - Japanska Toei Digimon Adventure síðan
- Toei Digimon02 - Japanska Toei Digimon Adventure 02 síðan
- Toei Digimon_T - Japanska Toei Digimon Tamers síðan
- Toei Digimon_F - Japanska Toei Digimon Frontier síðan
- Toei Digimon_S - Japanska Toei Digimon Savers síðan
- Toei Digimon_X - Japanska Toei Digimon X-evolutionsíðan