Aspasía
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Aspasía (um 469 f.Kr. – 406 f.Kr.) var ástkona Períklesar og meistari bæði í mælskulist og ritlist. Eftir lát eiginkonu hans um 445 f.Kr. bjó hún hjá honum sem eiginkona hans. Heimili þeirra í Aþenu varð miðstöð fyrir rithöfunda, listamenn og hugsuði eins og Anaxagóras og Feidías. Bæði Platón og Æskínes tala um að hún hafi haft mikil áhrif bæði á mælskulist og stjórnmálaskoðanir Períklesar.