Agnageislun
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Agnageislun er geislun sem stafar af hraðfara ögnum, þ.e. öreindum, frumeindum eða sameindum. Alfageislun er vegna geislunar helínkjarna, betageislun vegna geislunar rafeinda, jáeinda og fiseinda og nifteindageislun vegna geislunar nifteinda. Eindahraðlar mynda mjög öfluga agangeislun sem er notuð m.a. við geislameðferð og til rannsókna í öreindafræði. Geimgeislun er öflug agnageislun sem á upptök utan jarðar. Agnageislun, einkum alfageislun frá geislavirkum efnum, sem borist hafa inn í líkamann, getur verið mjög skaðleg eða jafnvel banvæn (sbr. dauða Alexander Litvinenkos).