Von Neumann arkitektúr
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Von Neumann arkitektúr er hönnun á gagnastreymiskerfum tölva sem að gerir ráð fyrir því að enginn munur sé á gögnum sem tölvan getur unnið úr og kóðanum sem tölvan getur keyrt. Í hnotskurn: Kóðinn (code) tilheyrir gögnunum (data).
Þessi arkitektúr er kenndur við Ungversk-Ameríska stærðfræðinginn John von Neumann, en hann var sá sem að útfærði hugmyndafræði Gödels yfir á tölvutækt form þegar hann vann við smíði ENIAC tölvunnar. Hann sannaði að kenning Gödels gæti gengið upp, og notaðist við rannsóknir Alans Turing.
Tölvur með þessu formi geyma gögn og kóða saman, og koma fram við bæði á sama máta. Þetta gerir það að verkum að forrit geta skapað önnur forrit og keyrt þau, séu þau þannig hönnuð. Visst óöryggi býr í þessari staðreynd, og því hefur Harvard arkitektúr orðið vinsæll meðal margra sérfræðinga tölvuöryggis.