Tesla
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Tesla er SI-mælieining segulstyrks, táknuð með T. Nefnd í höfuðið á Nikola Tesla. Er skilgreind sem segulstyrkurinn hornrétt á beinan vír, sem um fer straumurinn 1 amper, þar sem kraftur vegna segulsviðsins er 1 njúton á hvern metra vírsins, þ.e. 1 T = N /(A m). Eldri mælieining segulstyrks er gauss, táknuð G, en 1 G = 10-4 T.