Stjörnuspeki
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stjörnuspeki eða stjörnuspáfræði er hópur kerfa, hefða og skoðana þar sem staðsetning stjarnfræðilegra fyrirbæra og tengdar upplýsingar eru notaðar til að skilja, túlka og flokka upplýsingar um persónuleika og margt annað. Stjörnuspáfræði er gjarnan talin til gervivísinda.