Miðbyggðin á Grænlandi
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Á milli Sermiligarssuk-fjarðar í sveitarfélaginu Paamiut og Qoornoq-fjarðar í sveitarfélaginu Ivittuut á suðvestur Grænlandi, var allfjölmenn byggð á tímum norrænna Grænlendinga sem engar ritaðar heimildir eru til um. Fornleifa- og sagnfræðingar telja að hún hafi verið hluti af Eystribyggð en nefna hana til aðgreiningar Miðbyggðina. Milli vestasta bæjar í aðalbyggðinni við Sermilik-fjörð og austasta bæjar í Miðbyggðinni við Qoornoq-fjörð er um 70 km óbyggð.
Þar sem engar ritaðar heimildir eru um byggðina hafa engin örnefni varðveist. Í Miðbyggðinni hafa fundist um 40 rústir. Engin kirkja hefur fundist en þó einn legsteinn sem notaður hafði verið í hleðslu í inuítahúsi, í hann var höggvið krossmark og Össr Asbiarnarson með rúnaletri. Miðbyggðin hefur verið minnst rannsökuð af byggðum norrænna manna á Grænlandi.
[breyta] Heimildir
- Grønlands forhistorie, red. Hans Christian Gulløv, Gyldendal 2005, ISBN 87-02-01724-5
- Á hjara veraldar, Guðmundur J. Guðmundsson, Sögufélagið, 2005, ISBN 9979-9636-8-9