Kastljós (dægurmálaþáttur)
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kastljós er íslenskur dægurmálaþáttur sem er framleiddur af Sjónvarpinu. Fjallað er um menningu, stjórnmál, íþróttir o.fl. og tekin eru viðtöl við fólk.
Umsjónarmenn eru þau Jóhanna Vilhjálmsdóttir, Sigmar Guðmundsson, Helgi Seljan, Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir, Þóra Tómasdóttir, Eva María Jónsdóttir og Þórhallur Gunnarsson.
Ritstjóri þáttarins er Þórhallur Gunnarsson. Dagskrárgerð annast Egill Eðvarðsson, Benedikt Nikulás , Sigurður Jakobsson og Steingrímur Dúi Másson. Aðstoð við dagskrárgerð annast Salóme Þorkelsdóttir, Elsa María Jakobsdóttir og Valdís Þorkelsdóttir.
Þátturinn er á dagskrá sex kvöld vikunnar, strax á eftir fréttum. Frá mánudegi til fimmtudags eru þættirnir því sem næst klukkustundarlangir en tæpur hálftími á föstudags- og sunnudagskvöldum. Virku dagana og á sunnudögum er Kastljós endursýnt í lok dagskrár en föstudagsþátturinn er endursýndur klukkan 11.15 á laugardagsmorgnum.
[breyta] Mistök
Í þættingum 5. mars 2008 var sýnd meint kosningaauglýsing frá Hillary Clinton þar sem fram kom að hún ætlaði sér að senda dauðasveitir til þeirra sem ekki kysu hana. Gestir þáttarins, Silja Bára Ómarsdóttir og Karl TH Birgisson áttuðu sig strax á mistökunum. [1]