Grárefur
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Grárefur | ||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Uppstoppaður grárefur
|
||||||||||||||
Ástand stofns | ||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
|
||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||
Urocyon cinereoargenteus (Schreber, 1775) |
Grárefur (fræðiheiti: Urocyon cinereoargenteus) er refur sem finnst í suðurhluta Kanada, stærstum hluta Bandaríkjanna og Mið-Ameríku að Venesúela. Grárefur og hinn náskyldi eyjarefur eru einu tegundirnar í ættkvíslinni Urocyon og taldir vera frumstæðastir núlifandi hunddýra. Grárefurinn lifir í skógum og er eina hunddýrið sem getur klifrað í trjám.