Franz Ferdinand (hljómsveit)
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Franz Ferdinand er skosk rokkhljómsveit. Meðlimir hennar eru Alexander Kapranos söngvari og gítarleikari, Nick McCarthy hljómborðs- og gítarleikari, Bob Hardy bassaleikari og Paul Thomson trommuleikari. Sveitin var stofnuð í Glasgow árið 2001.
[breyta] Saga
Fyrsta plata þeirra kom út árið 2004 og bar nafn hljómsveitarinnar en á þeirri plötu má finna stórsmellinn „Take Me Out“ og önnur lög sem urðu mjög vinsæl eins og „Jacqueline“ og „The Dark Of The Matinée“. Hljómsveitin sló í gegn með þessari fyrstu plötu sinni og snemma næsta ár sendu þeir frá sér smellinn „Do You Want To“. Um sumarið sama ár gáfu þeir svo út aðra plötu sína You Could Have It So much Better og kvað við rokkaðri tón á þeirri plötu, sem einnig féll vel í kramið hjá tónlistarunnendum. Vorið 2008 hyggjast þeir svo senda frá sér þriðju skífuna sem að sögn hljómsveitarmeðlima verður á lágstemmdari nótum en hljómsveitin hefur verið þekkt fyrir.
[breyta] Útgefið efni
[breyta] Breiðskífur
- Franz Ferdinand (2004)
- You Could Have It So Much Better (2005)